Frískandi | Eykur blóðflæði | Dregur úr þrota
Gua Sha Steinninn er fegurðartól sem er hannað til þess að tóna og lífga upp á húðina. Gua Sha er aldagömul Asísk aðferð sem hefur verið notað af konum í fleiri hundruð ár og er stór partur af þeirra fegurðar rútínu.
Steinninn er hannaður til þess að skrapa eða nudda húðina sem dregur úr þrota og bólgum, eykur teygjanleika húðarinnar, þrengir svitaholur og eykur blóðrásina.
Með því að nota Gua Sha reglulega verður húðin þéttari og unglegri.
Obsidian
Sannleikur • Möguleikar • Meðvitund • Vernd
Obsidian er steinn sannleikans. Hann er öflugur jarðtengissteinn sem hindrar fljótt allar tegundir af neikvæðni. Hann verndar gegn andlegum árásum, andlegri streitu og spennu. Eykur sjálfstraust, samúð, meðvitund og styrk.
Notkun
Mælum með að nota serum eða olíu áður en Gua Sha er notað. Gua Sha hjálpar húðvörum að dragast betur inn í húðina. Notist 2-4 sinnum í viku.
Virkni:
- Dregur úr þrota
- Bólgueyðandi
- Eykur teygjanleika húðarinnar
- Eykur blóðflæði
- Þrengir svitaholur
- Tónar og þéttir húð
Hreinsun: Til að hreinsa Gua Sha steininn er gott að nota milda sápu og heitt vatn. Þurrka vel.