Skilmálar
EKOhúsið verslun ehf (490920-0720)
Síðumúla 11
108 Reykjavík
VSK#: 140758
Sími: 7731111
EKOhúsið ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar 1-2 virkum dögum eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Allar pantanir eru sendar sem rekjanlegir pakkar. Frí heimsending er á pöntunum 10.000kr og yfir nema annað komi fram í lýsingu á vöru.
Verð á vöru og sendingakostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 11% eða 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram.
Þegar þú verslar hjá EKOhúsinu færð þú vöruna senda heim að dyrum með Íslandspósti eða Dropp, á næsta pósthús eða Dropp afhendingarstað. Ef verslað er fyrir 10.000 krónur eða meira eru vörurnar sendar að kostnaðarlausu á næsta pósthús eða Dropp afhendingarstað. Pantanir yfir 15.000 er hægt að fá sendar frítt heim að dyrum þar sem Íslandspóstur og Dropp bjóða uppá heimsendingu.
Allar pantanir er einnig hægt að sækja í EKOhúsið í Síðumúla 11 á opnunartíma 11-18 á virkum dögum og 12-16 á laugardögum.
Að skipta og skila vöruGölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðir EKOhúsið ehf allan sendingakostnað sem um ræðir, eða endurgreiðir ef þess er óskað.
Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Trúnaður (Öryggisskilmálar)