Skilmálar
EKOhúsið verslun ehf (490920-0720)
Síðumúli 11
108 Reykjavík
VSK#: 140758
Sími: 7731111
EKOhúsið ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar 1-2 virkum dögum eftir að pöntun er gerð. Sé varan ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Allar pantanir eru sendar sem rekjanlegir pakkar.
Verð á vöru og sendingakostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 11% eða 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram.
Þegar þú verslar hjá EKOhúsinu getur þú valið um að fá pöntunina senda á næsta pósthús/póstbox/Dropp afhendingarstað. Ef verslað er fyrir 15.000 kr eða meira eru vörurnar sendar að kostnaðarlausu á næsta pósthús/póstbox/Dropp afhendingarstað. Einnig hægt að velja að sækja í verslunina okkar að Síðumúla 11 á opnunartíma 10 - 17 virka daga og 12-16 á laugardaga.
Að skipta og skila vöruEf þú hefur fengið gjöf frá EKOhúsinu þá er hægt að skila og skipta í aðra vöru eða fá inneignarnótu, ætlast er til að vara sé með skiptimiða, eða sannanir fyrir því að hún hafi verið keypt í EKOhúsinu. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðir EKOhúsið ehf allan sendingakostnað sem um ræðir, eða endurgreiðir ef þess er óskað.
Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.