Alepposápa - 80% ólífuolía / 20% Lárviðarlaufsolía

Alepposápa - 80% ólífuolía / 20% Lárviðarlaufsolía

Alepposápa - 80% ólífuolía / 20% Lárviðarlaufsolía

Verð 1.290 kr
/
  • Frítt á pósthús/póstbox/Dropp afhendingarstað ef verslað er fyrir yfir 15.000kr
  • Umhverfisvænar og vandaðar vörur
  • Á lager
  • Vara á leiðinni
með VSK Sendingarkostnaður reiknast í greiðsluferli

Grunnur Alepposápunnar er olífuolía sem eru blandaðar lárviðarolíu í mismiklu magni, Við bjóðum upp á óblandaða olífuolíusápu og blandaða með 15%, lárviðarolíu. Lárviðarolía er ekki bara rakagefandi heldur einnig bakteríu- og sveppadrepandi. 

85/15 Aleppo sápa er því blönduð úr 85% olífuolíu og 15 % lárviðarolíu. Þetta er vinsælasta blandan enda hentug fyrir flesta, mild og góð sápa með bakteríudrepandi eiginleikum.

Af hverju Aleppo sápa?
– Sápa úr einföldum, hreinum innihaldsefnum, mild og rakagefandi og hentar flestum
– Margnota; fyrir andlit, hendur, líkama, hár og rakstur og m.a.s. uppþvottinn
– Fyrir hárþvott: 85/15% Alepposápa hentar flestum hárgerðum. Fólk með þurrara hár gæti prófað 70/30 eða 50/50 blönduna og ef hárið er feitt gæti 100% olífuolíusápan hentað vel.
– Ef þú ættir að velja eina sápu á ferðalagið væri Aleppo sápa kjörin
– Plastlausar og úr lífniðurbrjótanlegum innihaldsefnum og án allra tilbúinna aukaefna, s.s. litar- og lyktarefna
– Kaup á Aleppo sápu styrkja lítil fjölskyldufyrirtæki sem viðhalda aldagamalli handverkshefð
– Uh, Ofurfallegar og góðar

Efni, umbúðir og framleiðsla
– 
þyngd ath.
– Innihaldsefni: Ólífuolía, vítissódi (sem gufar upp við sápugerðina), vatn
– PH gildi 8 – 9 – ath
– Án pálmólíu, dýraafurða, litar- og ilmefna og rotvarnarefna.
– Umbúðalausar
– Framleitt af litlu fjölskyldufyrirtæki í Aleppo, Sýrlandi

Notkun og Umhirða
– Til hárþvotta: Nuddið stykkinu í hársvörðin og nuddið sápufroðunni sem myndast í hárið. Skolið sápuna mjög vandlega úr hárinu. 
– Passaðu að láta sápustykkið standa á þurrum stað sem safnar ekki vatni þegar það er ekki í notkun. T.d. með því að láta það standa á sápudiski eða lúffa svampi.
– Geymist alla vega sex ár ónotuð

Sagan
Alepposápugerð byggir á þúsund ára sápuhefð, gerð sápunnar er hægt ferli. Sápan er blönduð í nokkra daga við 200°hita í stórum pottum, síðan er dreift úr henni á gólf þar sem hún er skorin í kubba og stimpluð með upprunastimpli framleiðslufyrirtækisins. Eftir það er hún hlaðin upp eins og múrsteinar en þó þannig að sem mest bil sé milli hverrar sápu svo súrefni komist sem best að hverju stykki. Svona er sápan látin standa í 6 – 12 mánuði, við það harðnar hún og verður endingarbetri. Aleppo sápur missa um 30% af ummáli sínu í þessu ferli. Sápurnar eru því aldrei nákvæmlega jafn stórar eða þungar og má segja að hver og ein sé einstök.

Aleppo sápan er í raun græn. En hún gyllist við að standa og þorna mánuðum saman. Því er hún gyllt að utan en græn að innan.

This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.

Nýlega skoðað