Blómið er frábært fyrsta nagleikfang fyrir tanntökuna, baðið og leik! Lögun blómsins gerir barninu auðvelt að halda á því og er blómið er með nokkrum áferðum sem róar góminn. Á blóminu er gat svo hægt sé að hengja það í snudduband. Kynnum krílin okkar fyrir heilsusamlegum lífstíl frá unga aldri.
Systurnar Oli & Carol stofnuðu fyrirtækið sitt árið 2015 og vinna með 100% náttúrulegt gúmmí úr Hevea gúmmítrjám. Leikföngin eru handunnin þar sem hugað er að hverju smáatriði. Einnig handmáluð með náttúrulegum litarefnum og hafa þann eiginleika að brotna niður í náttúrunni.