Skiptu yfir í umhverfisvænu, endurnýtanlegu bambus- og lífrænu bómullarbrjóstapúðana/lekahlífar frá Mummys Organics, hannaðar fyrir hámarks þægindi og sem vörn gegn leka á brjóstamjólk í gegnum bol/peysur. Hver pakki inniheldur 6 stykki af rakadrægum lekahlífum sem má þvo í þvottavél eða í höndunum. Heldur þér þurri og öruggri.
Kemur með netapoka til að setja í þvottavélina og auðvelda þrif. Fullkomið fyrir fæðingartöskuna þína og daglega notkun ásamt lífræna brjóstakreminu.
Magn: 6 stk í pakka
Mummy´s Organics er fjölskyldufyrirtæki stofnað af mæðgunum Odette & Sara í Bretlandi. Odette er ljósmóðir sem sérhæfir sig í heimafæðingum og Sara hefur sérhæft sig í næringarfræði og lífstílsráðgjöf. Teymi af ljósmæðrum hefur komið að þróun á vörunum og það eru notuð einstaklega virk innihaldsefni sem hjálpa á meðgöngu sem og eftir barnsburð. Mikil áhersla er lögð á að vörurnar séu lífrænar, náttúrulegar og umhverfisvænar - hreinar og öruggar fyrir móður og barn.