Frankincense - lífræn Ilmkjarnaolía

Frankincense - lífræn Ilmkjarnaolía

Frankincense - lífræn Ilmkjarnaolía

Verð 2.990 kr
/
  • Frítt á pósthús/póstbox/Dropp afhendingarstað ef verslað er fyrir yfir 15.000kr
  • Umhverfisvænar og vandaðar vörur
  • Á lager
  • Vara á leiðinni
með VSK Sendingarkostnaður reiknast í greiðsluferli

Endurnærandi - stresslosandi - afslappandi

Mjög góð fyrir þurra og þroskaða húð. Mikið notuð í snyrtivörur og er ilmurinn ávanabindandi. Upplífgandi orka.

Frankincense ilmkjarnaolían er yndislega frískandi og upplífgandi olía sem allir geta notað og notið. Hana má nota í nuddolíu, í gufu, í baðið, í heimilisþrifin og í þvottinn svo fátt eitt sé nefnt.

Olíunni má blanda í sápur, hársápur, aðrar olíur eða krem til að fá frískandi ilminn. Athugið að ilmkjarnaolíur eru ekki bornar beint á húð heldur er þeim blandað saman við aðrar hlutlausar olíur eða krem í litlu magni. 

Til að fá frískandi ilm af þvottinum, til dæmis með þvottaskeljunum frá Living naturally sem við hjá Mena notum allar fyrir okkar þvott og bjóðum upp á hér á síðunni, þá er gott að setja nokkra dropa af olíunni í þvottavélina ásamt þvottaskeljunum.

Fyrir heimilisþrifin þá er til dæmis gott að setja nokkra dropa af olíunni í vatn og edik til að þurrka af eða skúra. Það má líka nota olíuna beint á klísturbletti (ekki samt á pússaðan eða unnin við og prófið alltaf fyrst á litlu svæði sem sést ekki).

Innihald 10 ml.


Olían kemur í lítilli glerflösku með dropaskammtara og tappa úr harðplasti.

HandgertVeganLifræntVistvaentNiðurbrjótanlegtÁn dýratilrauna

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.

Meira frá Ilmkjarnaolíur
Nýlega skoðað