Þessi lífræna og náttúrulega nuddolía fyrir fæðingu og hríðarferlið er blönduð af ljósmæðrum og er mikilvægur félagi í ferðalagi hverrar verðandi móður í gegnum meðgöngu og fæðingu. Sem gerir það að verkum að hún ætti að vera á listanum yfir nauðsynjavörur fyrir verðandi móður.
Olían saman stendur af náttúrulegum og lífrænum innihaldsefnum, með lækningaeiginleika frankinsense ilmkjarnaolíu sem er þekkt fyrir róandi og jarðtengjandi áhrif, ásamt Lavender, Geranium og Clary Sage. Þessar ilmkjarnaolíur sameinast til að róa skilningarvitin, stjórna samdrætti og stuðla að náttúrulegu og róandi fæðingarferli, sem gerir olíuna frá Mummys Organics að mikilvægu innihaldi í fæðingartöskuna þína.
Notkun:
Má eingöngu nota eftir 37. viku meðgöngu.
Olíuna má bera beint á húðina og nudda á magann, bakið og fætur frá 37. viku meðgöngu.
Gott er að nota olíuna snemma í fæðingarferlinu til að hjálpa til við svefn og slökun, sem hjálpar fæðingunni að þróast hraðar.
Prófaðu að setja olíuna í klút sem þú getur andað að þér á meðan á hríð stendur. Róandi ilmurinn getur hjálpað við að jarðtengja þig, létta á kvíða og stuðla að þeirri jákvæðu líðan að þú hafir stjórn. Innöndun á ilmkjarnaolíum getur einnig hjálpað til við að losa endorfín á náttúrulegan hátt, sem styður við verkjastillingu og slökun í gegnum fæðingarferlið.
*Ekki á að nota olíuna við fæðingu í vatni.
*Eingöngu fyrir notkun útvortis
*Geymið þar sem börn ná ekki til
Innihaldslýsing:
Prunus amygdalus dulcis oil (Sweet almond oil), Salvia sclarea oil (Clary Sage oil), Pelargonium graveolens oil(Geranium oil), Citrus bergamia peel oil expressed (Bergamont oil), Lavandula angustifolia oil (Lavender oil), Boswellia neglecta resin oil (Frankincense oil), Citronellol, Geraniol, Limonene, Linalol, Citral
Mummy´s Organics er fjölskyldufyrirtæki stofnað af mæðgunum Odette & Sara í Bretlandi. Odette er ljósmóðir sem sérhæfir sig í heimafæðingum og Sara hefur sérhæft sig í næringarfræði og lífstílsráðgjöf. Teymi af ljósmæðrum hefur komið að þróun á vörunum og það eru notuð einstaklega virk innihaldsefni sem hjálpa á meðgöngu sem og eftir barnsburð. Mikil áhersla er lögð á að vörurnar séu lífrænar, náttúrulegar og umhverfisvænar.