Hágæða umhverfisvænt og plastlaust cosmetic glimmer. Það er fíngert og gert úr grunni plantna (sellulósa). 100% plastlaust og ál frítt, vottað lífniðurbrjótanlegt.
Fjórir undur fallegir og glansandi litir: gull, silfur, brons og túrkís. Vottuð förðunarvara og fellur undir reglugerð FDA, svo það er hægt að nota glimmerið á andlit og líkama áhyggjulaust, í föndurverkefni og málverk. Glitraðu án þess að skaða fólk né móður jörð.
Notkun:
Dúmpið glimmerinu á blauta andlits-/líkamsmálningu eða á aloe vera gel sem hefur verið sett á líkamann.
Hægt er að kaupa hvern lit í stykkjatali eða alla liti saman í pakka.
Hver litur kemur í 10 gr dós úr 100% endurvinnanlegu áli. Ál er hægt að endurvinna nánast óendanlega án þess að það komi niður á gæðum.