Rainbow settið inniheldur alla regnbogans liti! Litirnir í settinu eru 9: Blár, appelsínugulur, grár, grænn, brúnn, rauður, gulur, fjólublár og hvítur. Að leira getur haft róandi áhrif, virkjar skynfærin og ýtir undir sköpunargleði.
💦 Þú getur spreyjað leirinn með vatni til að mýkja hann upp, fyrir lengri endingu.
- 100% náttúrulegur og lífrænn leir
- Endurunnar og endurnýtanlegar umbúðir
- CE vottað
- Framleitt í Danmörku
- Vegan
Það er hægt að baka leirinn á 60°C til að geyma listaverkin, og nota matarolíu til að endurvekja litinn eftir bakstur. Það er best að geyma hann í burtu frá sólarljósi og mælt með að hafa eitthvað undir leirnum til að varna því að litur fari í viðkvæma fleti.
Innihald: Lífrænt hveiti, lífrænar olíur, náttúruleg og lífræn litarefni, salt og mild ofnæmisfrí rotvarnarefni.