Fullkomin viðbót við stóra regnbogann, hálfhringin eða bara til að nota með kubbum, bílum og því sem þér dettur í hug. Möguleikarnir eru óendanlegir og plöturnar ýta undir ennþá opnari leik (11stk)
Pakkinn inniheldur 11 plötur sem eru viðarlitaðar.
Stærð: 7cm (b) x 10-37cm (l) x 0,8cm (h)
Grimms leikföngin eru framleidd í Evrópu úr trjám sem sótt eru úr sjálfbærum skógum. Framleiðslan fer fram í sérvöldum vinnustofum víða um Evrópu og eru einungis náttúruleg litarefni notuð og flest leikföngin handpússuð sem gerir viðinn náttúrulegri. Lögð er áhersla á tímalausa hönnun sem endist lengi og erfist jafnvel á milli kynslóða. Leikföngin frá Grimms henta mjög breiðum aldri enda óteljandi möguleikar og hugmyndir sem hægt er að fá í leik með opnum efnivið eins og þau eru.