UMbreyting - heilsufarsdagbók fyrir breytingaskeiðið
Ert þú eða á leið inn í breytingaskeiðið eða einhver sem er þér kær?
Fyrstu einkenni minnkandi hormónaframleiðslu geta komið aftan að manni – oft eru þetta duldar breytingar sem erfitt er að greina strax. Þess vegna getur verið mikilvægt að fylgjast með líðan og skrá einkenni markvisst.
Þessi bók er hönnuð sem stuðningur fyrir konur sem vilja taka heilsuna í eigin hendur og mæta þessu umbreytingaskeiði í meðvitund og mildi.
Í bókinni finnur þú:
- Fræðslu og nytsamleg ráð
- 52 vikuyfirlit til skráningar á einkennum
- 12 milliyfirlit fyrir svefn, hreyfingu, mataræði og líðan
- Skipulagsblöð fyrir læknisheimsóknir
- Rými fyrir persónulegar hugleiðingar
Bókin er ódagsett svo þú getur byrjað hvenær sem þér hentar.
Falleg og nytsamleg gjöf – fyrir þig eða konu sem skiptir þig máli.