Triclimb - Pikler Regnboga

Triclimb - Pikler Regnboga

Verð 41.900 kr
/
  • Frítt á pósthús/póstbox/Dropp afhendingarstað ef verslað er fyrir yfir 15.000kr
  • Umhverfisvænar og vandaðar vörur
  • Lagerstaða - 1 stk til á lager
  • Vara á leiðinni
með VSK Sendingarkostnaður reiknast í greiðsluferli

Triclimb þríhyrningurinn er frábær fyrir börn til að læra að standa, klifra og sigra heiminn á þeirra eigin hraða! Um 9 mánaða byrja börnin að grípa í og toga sig upp og hjálpar Triclimb þeim að byrja að læra að standa sjálf. Þegar vöðvarnir styrkjast og börnin eru orðin öruggari fara þau að reyna að klifra upp og á endanum ná toppnum. Efst uppi eru tvær jafnar stangir sem gerir barninu auðveldar fyrir að aðhafast og snúa sér til að klifra niður hinumegin, einnig tilvalið fyrir þau eldri að sitja þar uppi og skoða heiminn í hæð fullorðna fólksins!

Það er hægt að nota þríhyrninginn á mismunandi þroskastigum, allt frá fæðingu (útbúið sem leikgrind með því að hengja upp dót og börnin liggja á teppi undir) og frameftir aldri í klifri, en börnin fara eftir sinni getu hverju sinni. Hann býður líka upp á opin leik og til dæmis er hægt að er breyta honum í tjald, hafa það kósý og lesa bók eða fara í skemmtilegan leik!

Náttúrulegur viður og auðvelt að leggja saman. Lengd 550 x breidd 800 x hæð 645mm (Opin)

  • Hentar frá 10mánaða sem klifurgrind
  • Hámarks þyngd 100Kg
  • Framleitt í Wales
  • FSC/PEFC viður
  • Auðvelt að leggja saman og geyma
  • Mælum með að foreldrar hafi yfirsýn á meðan börn eru að leik í piklernum.
  • CE Vottað og öryggisprófað!

PIkler þríhyrningurinn á rætur sínar að rekja til Emmi Pikler sem var Ungverskur barnalæknir og frumkvöðull í kenningum um þroska barna í kringum 1930/40. Hún lagði mikla áherslu á virðingaríkt tengslauppeldi en einnig að börn hreyfi sig eftir eigin getu og þroski hreyfingar náttúrulega og í gegnum leik. Þetta er einmitt grunnurinn að hugmyndafræði Triclimb þríhyrningsins!

Leiðbeiningar er hægt að skoða hér

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.

Meira frá Allar vörur
Nýlega skoðað