Gjafakort og póstkort, án umslags. Íslensk hönnun.
Stærð: 10,5 x 14,8 cm
Auður Þórhallsdóttir er listakonan á bak við myndaseríuna Ef ég væri fugl – skapandi og persónuleg túlkun á tengingu fólks við fuglaheiminn. Auður er menntuð í listum og hugvísindum og starfar sem bæði rithöfundur og teiknari.
Serían byggir á þátttökurannsókn þar sem fólk var hvatt til að spegla sig í fuglategund með því að klára setninguna: Ef ég væri fugl, væri ég… Út frá þessum svörum skapaði Auður einstakar teikningar af fuglum – hver með sína sérstöðu, karakter og eiginleika – klæddir í skó sem endurspegla upplifun höfundar á þeirri manneskju sem tengdi sig við fuglinn.
Útkoman er listræn blanda af húmor, dýpt og hlýju.