Wake-up Call – Orkugefandi tannkremstöflur með Japönsku Matcha og Ylang-Ylang
Byrjaðu daginn með ferskleika og orku úr Wake-up Call tannkremstöflunum frá Natch. Þessar náttúrulegu, flúorlausu töflur sameina lífrænt matcha, ylang-ylang og myntu til að veita þér hressandi, myntu-blóma upplifun. Matcha er ríkt af andoxunarefnum og koffíni, Ylang-ylang hefur róandi áhrif og spearmint veitir langvarandi ferskleika.
- Lífrænt matcha: Ríkt af andoxunarefnum og koffíni, sem styrkir ónæmiskerfið, kemur í veg fyrir andremmu og gefur aukna orku.
- Ylang-ylang og spearmint: Veita róandi áhrif og langvarandi ferskleika.
- Kalsíum-hýdroxýapatít (HAp): Styrkir og verndar glerung með því að fylla í örsmáar rispur og sprungur.
-
Náttúruleg froðumyndun: Notar sápubörk (Quillaja Saponaria) til að skapa náttúrulega froðu án SLS
- B12 vítamín (1,2 mcg): Styður við heilbrigði tannholds og styrkir ónæmiskerfið.
- Xylitol: Dregur úr myndun skánar og hindrar að bakteríur festist á tönnum.
- Án flúors og náttúruleg formúla án örplasts og annarra skaðlegra efna.
- Umhverfisvæn, vatnslaus og plastlaus framleiðsla.
Hægt að kaupa stóra krukku með 85 töflum, ferðastærð með 8 töflum og áfyllingu með 62 töflum.
Notkunarleiðbeiningar:
Tyggðu eina töflu þar til hún verður að kremkenndri froðu.
Burstaðu tennurnar með þurrum tannbursta.
Spýttu út og skolaðu munninn (valfrjálst; betra að bíða 10–15 mínútur til að hámarka áhrif HAp).
Innihaldsefni:
Xylitol^, Calcium Carbonate^, Microcrystalline Cellulose^, Cyamopsis Tetragonoloba Gum^*, Hydroxyapatite, Montmorillonite, Acacia Senegal Gum^, Camellia Sinensis Leaf Powder^*, Quillaja Saponaria Wood Extract^*, Sodium Bicarbonate^, Zeolite^, Silica^, Magnesium Stearate^, Menthol^, Cellulose Gum^, Stevia Rebaudiana Leaf Extract^, Helianthus Annuus Seed Oil^*, Mentha Viridis Leaf, Oil*, Mentha Piperita Oil*, Cananga Odorata Flower Oil*, Methylcobalamin (B12)^, Citric Acid^, Ascorbic Acid^, Limonene**, Linalool**, Benzyl Benzoate**
^Food/Pharma Grade, *Bio/Organic Grade, **Natural Compound of Essential Oils