Í 10 ár hefur Namaki lagt áherslu á að framleiða náttúrulega andlitsmálningu og förðunarvörur sem gefa börnum möguleika á að efla ímyndunaraflið, tjáningu og prófa sig áfram á eigin spítur. Börn læra í gegnum leik og að fá að prófa sig áfram.
Vörurnar eru náttúrulegar, lífrænar og sjálfbærar, festast ekki í fötunum og foreldrar geta verið afslappaðir á meðan börnin fá að njóta sín. Namaki leggur einnig mikla áherslu á umhverfisvænar vörur og umbúðir, sem er einnig auðvelt að endurvinna.