Aura - lífrænn svitalyktaeyðir

Aura - lífrænn svitalyktaeyðir

Verð 3.490 kr
/
  • Frítt á pósthús/póstbox/Dropp afhendingarstað ef verslað er fyrir yfir 15.000kr
  • Umhverfisvænar og vandaðar vörur
  • Á lager
  • Vara á leiðinni
með VSK Sendingarkostnaður reiknast í greiðsluferli

Svitakremið er lang vinsælasta varan frá Awake Organics og má segja að kremið hafi slegið í gegn. Margverðlaunaður svitalyktareyðir sem er hreinn, náttúrulegur og virkar!

Svitakremið frá Awake organics er gert úr náttúrulegum efnum og inniheldur ekkert ál, engin paraben, súlföt, þalöt eða efni unnin úr jarðolíu.

Engin rotvarnarefni eru í kreminu. Því er mælt með að geyma kremið á dimmum og köldum stað og nota hreinar hendur eða litla tréspaðann sem fylgir með. Þá á svitakremið að endast í 6-12 mánuði eftir að krukkan er opnuð.

Kremið er ekki prófað á dýrum.

Helstu innihaldsefnin eru:
Leirefni, matarsódi og “arrowroot” hjálpa til við að halda húðinni undir höndunum þurri.

Blanda af fjórum lífrænum ilmkjarnaolíum (sítrónugrasi, lavender, rósmarín og piparmyntu) gefur mildan og þægilegan ilm, hefur róandi áhrif á húðina undir höndunum og minnkar svitalykt.

Blanda af kaldpressuðum kókos-ólífuolíum og býflugnavaxi gerir það að verkum að auðvelt er að bera kremið á og það smýgur fljótt og vel inn í húðina.

Inniheldur 50 gr. 

Kremið er í glerkrukku með loki úr endurvinnanlegu áli

HandgertInniheldur býflugnavaxNáttúrulegtÁn dýratilrauna

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.

Meira frá Allar vörur
Nýlega skoðað

Customer Reviews

Based on 2 reviews
100%
(2)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
S
Sara
Eini svitarlyktareyðirinn sem þú þarft!

Hef ekki notað annan svitalyktareyði síðan ég kynntist þessum og mæli með honum við alla í kringum mig. Hef 2x farið í aðgerð vegna svitamyndunnar og var alltaf í vandræðum með að finna réttan svitalyktareyði þangað til ég var kynnt fyrir þessum.
Fannst skrýtið fyrst að nota fingur til að bera á mig svitalyktareyði en það vandist fljótt. Svo er kostur hvað varan endist lengi því það þarf svo lítið magn í hvert skipti!

S
Sigurrós Yrja Jónsdóttir
Besti svitalyktareyðirinn !

Ég skipti yfir í þennan eftir langa leit að góðum, náttúrlegum svitalyktareyði. Sem kona á breytingaskeiðinu, með oft á tíðum aukna svitamyndun, var ég nánast búin að gefa upp vonina um að vera vel lyktandi eitthvað á næstunni. En þessi svitalyktareyðir virkar ! Er 100% náttúrulegur, ilmar dásamlega og virkar allan daginn. Meira að segja eftir sveitta nótt ! Leitinni er lokið 🥳