JUMBO sápukúlusettið er stórskemmtilegt fyrir alla fjölskylduna, inniheldur einn Giant Bubble sápukúlusprota (40cm), einn Multi Bubble sápukúlusprota (40cm) og 300ml af sápukúluþykkni (3lítrar blandað)
🌱 Vegan
🌱 Eiturefnalaust
🌱 Niðurbrjótanlegt (Biodegradable)
🌱 Endast lengi og eru sterkar í sér
🌱 Inniheldur ekki phosphates
🌱 Bletta ekki fatnað
Hvernig á að blanda:
Þú notar 1 einingu af sápukúluþykkni (má vera tappi/50ml eða hvað sem hentar) síðan setur þú 9 einingar af vatni á móti í sömu mælieiningu. Vatnið verður að vera volgt til þess að þykknið blandist betur. Hræra létt í og byrja að búa til sápukúlur!
Hægt er að kaupa Dr Zigs sápukúluþykkni á áfyllingarstöðinni okkar sem við mælum eindregið með að nota í risasápukúlurnar og einnig hægt að nota í hvaða sápukúluvél, sprota eða græjur sem er. Þykknið er sérstaklega gert til þess að búa til stórar sápukúlur.
Dr Zigs er margverlaunað fyrirtæki í sjálfbærum viðskiptum. Þau framleiða eiturefnalausar og umhverfisvænar sápukúlur og leggja sitt af mörkum til að breyta heiminum með slagorðinu ,,Bubbles not Bombs".