Fallegt og klassískt klakamót úr ryðfríu stáli sem er ætlað fyrir matvæli. Skilrúmin eru laus og handfang til að losa um klakana. Einfalt að þrífa og vinna með.
Notkun:
1. Settu vatn að 2/3 í mótið, ekki fylla alla leið því það þarf að gera ráð fyrir þenslu vatnsins. 2. Settu mótið í frystinn í ca 4-6 klst eða þar til frosið í gegn.
3. Þegar taka á klakana úr frysti er gott að láta klakamótið standa við stofuhita í nokkrar mínútur, eða láta vatn renna undir mótið í ca 10 sekúndur. Taktu varlega í handfangið og losaðu um klakana.
Stærð: 285 x 120 x 30 mm
Þvo í volgu sápuvatni fyrir notkun. Má fara í uppþvottavél. Geymist á þurrum stað milli notkunar.
Án: BPA, þungmálma og annarra innkirtlatruflandi efna. Framleitt í Kína.
FSC umbúðir.