Sætur og mjúkur blómailmur með krydduðum undirtón. Olían er upplífgandi, sótthreinsandi, kynörvandi, róandi, taugastyrkjandi og kemur jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar. Hún er mjög góð við þunglyndi, kvíða og streitu þar sem hún er mjög róandi og styrkjandi fyrir taugakerfið.
Ylang ylang ilmkjarnaolíuna má nota í nuddolíu, í gufu og í baðið. Olían hentar vel til að gefa þvotti ilm, til dæmis með sápuskeljunum frá Living naturally sem við hjá Mena notum allar fyrir okkar þvott og bjóðum upp á hér á síðunni.
Athugið að ilmkjarnaolíur eru ekki bornar beint á húð heldur er þeim blandað saman við aðrar hlutlausar olíur eða krem í litlu magni.
Innihald 10 ml.
Olían kemur í lítilli flösku með dropaskammtara og tappa úr harðplasti.