Með regnboganum frá Grimms er hægt að gleyma sér í ævintýralegum og skapandi leik! Þessi opni efniviður býður upp á óendanlega möguleika í leik sem dæmi er hægt að nota hann sem bílabraut, brú, vöggu, vegasalt, hús, girðingar osfrv.
Regnboginn er gerður úr einum og sama hluta af trénu og inniheldur 12 stk af regnbogaplötum.
Stærð: lengd 35,5-36,5 cm, hæð 17-18 cm
Grimms leikföngin eru framleidd í Evrópu úr trjám sem sótt eru úr sjálfbærum skógum. Framleiðslan fer fram í sérvöldum vinnustofum víða um Evrópu og eru einungis náttúruleg litarefni notuð og flest leikföngin handpússuð sem gerir viðinn náttúrulegri. Lögð er áhersla á tímalausa hönnun sem endist lengi og erfist jafnvel á milli kynslóða. Leikföngin frá Grimms henta mjög breiðum aldri enda óteljandi möguleikar og hugmyndir sem hægt er að fá í leik með opnum efnivið eins og þau eru.