Valinn í flokkinn "Bestu fjölskylduleikirnir" í PureWow Happy Kid Awards 2022!
Í Rain, Rain, Rainbow samvinnuspilinu frá Petit Collage þurfa börnin að vinna saman til að sigra leikinn!
Rain, rain, go away... Markmið þessa litríka samstæðuleiks er að klára regnbogann áður en vökvunarkannan fyllist af regndropum. Þetta spil ýtir undir samvinnu og liðsheild í gegnum skemmtilegan leik.
- Fyrir 2–4 leikmenn, 4–8 ára
- Meðal spilatími: um 15 mínútur
- Inniheldur: 1 regnboga spilaborð, 1 vökvunarkönnu spilaborð, 1 skýja spilaborð, 29 leikhluti í bómullarpoka
- Framleitt með 50% endurunnum efnum
- Prentað á FSC-vottaðan pappír með jurtableki
- Frábær leikur fyrir litla leikmenn sem vilja spila saman – ekki á móti hvor öðrum!
Petit Collage var stofnað af henni Lorena Siminovich árið 2006. Markmið fyrirtækisins frá upphafi hefur verið að hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Allar vörur eru hannaðar með það í huga að þær endist vel og séu úr hágæða efnivið. Markmiðið er að gera betri heim fyrir komandi kynslóðir og er hver einasta vara hugsuð útfrá því. Efniviðurinn í leikföngunum er endurnýttur pappi, FSC wood og FSC pappír, GOTS vottaður bómull, plöntu blek og vatnsmálning.