Þetta er þriðja bókin um miðbæjarrottuna Rannveigu. Nú kynnist hún gömlum fjósketti sem saknar sveitarinnar og segir húsin í Reykjavík bæði ljót og leiðinleg en með hjálp frá Rannveigu og ömmu Bardúsu fer Fjalar fjósköttur að sjá borgina með öðrum augum. Bókin er bæði fróðleg og ríkulega myndskreytt en sagt er á skemmtilegan máta frá sögu nokkurra merkra húsa í Reykjavík og hvernig virkja má ímyndunaraflið og skilningarvitin til þess að auka skynjun okkar á byggingarlist og umhverfi okkar almennt. Auður Þórhallsdóttir er höfundur bæði texta og mynda.
HÖFUNDUR: Auður Þórhallsdóttir er fædd árið 1974. Hún hefur einnig gefið út bækurnar Miðbæjarrottan: Það kemur allt með Kalda vatninu, Miðbæjarrottan: Borgarsaga, Með vindinum liggur leiðin heim, Sumar með Salla og Tönnin hans Luca/El diente de Luca sem var gefin út í samstarfi við Pilar Concheiro.