Aura - lífrænn svitalyktaeyðir - ferðastærð

Aura - lífrænn svitalyktaeyðir - ferðastærð

Verð 2.290 kr
/
  • Frítt á pósthús/póstbox/Dropp afhendingarstað ef verslað er fyrir yfir 15.000kr
  • Umhverfisvænar og vandaðar vörur
  • Á lager
  • Vara á leiðinni
með VSK Sendingarkostnaður reiknast í greiðsluferli

Svitakremið er lang vinsælasta varan frá Awake Organics og má segja að kremið hafi slegið í gegn. Það fékk önnur verðlaun árið 2017 frá Green Parent Magazine í flokkinum besta nýja svitakremið og keppti þar við allar gerðir svitakrema, ekki bara lífræn.

Svitakremið frá Awake organics er komið í ferðastærð. Gert úr náttúrulegum efnum og inniheldur ekkert ál, engin paraben, súlföt, þalöt eða efni unnin úr jarðolíu.

Engin rotvarnarefni eru í kreminu. Því er mælt með að geyma kremið á dimmum og köldum stað og nota hreinar hendur eða skeið í krukkuna. Þá á svitakremið að endast í 6-12 mánuði eftir að krukkan er opnuð.

Kremið er ekki prófað á dýrum.

Helstu innihaldsefnin eru:

Leirefni, matarsódi og “arrowroot” hjálpa til við að halda húðinni undir höndunum þurri.

Blanda af fjórum lífrænum ilmkjarnaolíum (sítrónugrasi, lavender, rósmarín og piparmyntu) gefur mildan og þægilegan ilm, hefur róandi áhrif á húðina undir höndunum og minnkar svitalykt.

Blanda af kaldpressuðum kókos-ólífuolíum og býflugnavaxi gerir það að verkum að auðvelt er að bera kremið á það smýgur fljótt og vel inn í húðina.

Inniheldur 15 gr. 

Kremið er í glerkrukku með loki úr áli.

HandgertInniheldur býflugnavaxNáttúrulegtÁn dýratilrauna

This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.

Líkamsolía
5.590 kr
Nýlega skoðað