Við mælum einnig með...
Meira frá Hárolíur & serum
Nýlega skoðað
100% náttúruleg olía fyrir hár og hársvörð. Olíuserum sem örvar hárvöxt og kemur hársverðinum í jafnvægi. Inniheldur lífræn innihaldsefni sem:
Olían er lífniðurbrjótanleg, vegan og vottuð cruelty free. Hún er án eftirfarandi efna: súlfana (SLS), silíkona, alkóhóls, jarðolíu, kemískra ilmefna og litarefna, propylene glycol, paraffin, mineral oil, ofl.
Notkun:
Djúpnæring - fyrir hár og hársvörð
Settu olíuna í allt hárið og leyfðu því að vera í 45 mínútur, eða lengur. Gott er að nudda henni vel í hársvörðinn. Mælt er með að gera þetta tvisvar í viku, eða oftar ef þarf. Ef þú þolir olíuna vel þá er í lagi að prófa lengri tíma, sumir hafa leyft henni að vera yfir nótt, en mælum alltaf með að prófa sig áfram. Það þarf alltaf að þvo hárið eftir þar sem það verður fitugt af olíunni.
Eftir hárþvotta
Ef þú er með þurra enda þá er hægt að nota olíuna með því að setja lítið á fingurgómana og draga í gegnum endana. Ekki nota of mikið, þá getur hárið orðið mjög olíukennt.
Fyrir krullur
Þú getur bætt olíunni saman við krullukremið eða gelið áður en þú setur það í hárið!
Pro Tip
Ef þú hefur ekki tíma til að láta olíuna bíða í hárinu, en vilt fá extra raka, mýkt og glans, þá mælum við með að bæta 1-2 pípettum við hárnæringuna og setja í hárið svo eins og vanalega. Ef þú ert með mjög fíngert eða slétt hár þá er betra að nota þessa blöndu bara í endana.
ATH - við mælum ekki með að setja olíuna beint á opið sár í hársverði, og ef það er ertingur undan olíunni þá mælum við með að hætta notkun. Geymist best á þurrum og ekki of heitum stað, burtu frá sólarljósi.
Góðar vörur
Keypti þessa olíu til að örva hárvöxt eftir krabbameins meðferð. Hvort það er að virka veit ég ekki en ég elska þessa olíu. Lyktin en dásamleg og hárið verður mjúkt og glansandi. Og maðurinn minn (sem er sköllóttur!) fór að nota hana líka þannig að ég þurfti að kaupa aðra flösku
Þessi vara hefur reynst mér mjög vel. Hefur losað mig við töluvert mikla skán í hársverði.
Þetta er ótrúlega gott púður! Matt en þurrkar ekki og situr ekki á þurrari blettum. Mig mun aldrei langa til að nota neitt annað núna þegar ég hef prófað þetta!
Gerir það sem ég þarf að hann geri, án þess að vera fullur af eiturefnum. 10/10, kaupi klárlega aftur.
Frábær vara.
Falleg vönduð, heldur vel köldu. Mikilvægt að drekka vatn úr flösku sem er
Alveg frábærar