Hársápustykkið hentar öllum hárgerðum þó sérstaklega þurru og grófu hári. Morgunfrúin nærir hárið og hársvörðinn, gerir hárið loftmeira, eykur gljáa og gerir við skemmt hár. Hátt hlutfall línólsýru í morgunfrú róar húðina. Einnig er bætt við hunangi fyrir aukinn raka og bleikum leir til að hreinsa og róa.
Hársápustykkið er úr 100% náttúrulegum hráefnum, handgert úr lífrænum jurtaolíum, jurtum og ilmkjarnaolíum.
Þyngd: 100 gr.
Notkunarleiðbeiningar:
Nuddaðu hársápustykkinu varlega í hárið. Leggðu hársápustykkið til hliðar og nuddaðu hársvörðinn og hárið með höndunum og láttu hársápuna freyða vel. Mundu að láta freyða líka á hárendunum. Skolaðu úr.
Þegar þú byrjar að nota hársápustykki sem eru á olíugrunni þá gæti hárið þitt orðið örlítið klístrað eða feitt í fyrstu, það mun þó hverfa eftir 1-10 þvotta. Hægt er að draga úr þessum viðbrögðum með því að nota hárskolið sem hárnæringu.
Innihaldsefni:
Kókosolía*, Shea smjör*, glýserín, vatn, Montmorillonite leir, castor olía*, hunang*, morgunfrúarblóm*, frankinsense ilmkjarnaolía*, rósmarín laufextrakt*, Limonene**, Linalool**, Geraniol**
* Vottað lífrænt ræktað hráefni
** Náttúruleg innihaldsefni ilmkjarnaolía