Kústur (80cm)
Það eru flest börn sem ganga í gegnum tímabil þar sem þau elska að hjálpa til við heimilisstörfin, oft er þá í uppáhaldi að sópa!
Þessi fallegi strá kústur er sérstaklega hannaður fyrir börn og tilvalin fyrir þau sem vilja eiga réttu áhöldin til að taka þátt á heimilinu.
Ca. 80cm langur með viðarstöng og kústhárin úr hrísgrjónahálmi.
Í meira en 80 ár hefur fjölskyldufyrirtækið Redecker framleitt náttúrulegar vörur með áherslu á gæði, nýsköpun og að vörurnar bæði nýtist og endist vel.