Glænýtt fallegt sett frá Grapat sem fagnar fjölbreytileikanum.
Fögnum fegurðinni í fjölbreytileikanum. Settið er hannað af ást og samhug og á að endurspegla fjölbreytileika fólksins í kringum okkur og hvernig þau auðga líf okkar með fjölskrúðugum persónuleikum og útliti.
Settið inniheldur tólf tréfúgúrur í þremur húðlitum og mismunandi regnbogafötum: 3 breiðar Nins, 3 grannar Nins, 3 röndóttar Nins og 3 barna Nins auk taupoka.
Hentar almennt fyrir börn 3 ára +
Ath. Þetta sett inniheldur litlar fígurur sem þarf að taka þær til hliðar ef yngri börn leika með þetta sett.
Grapat er fjölskyldufyrirtæki sem er umhugað um opin leik og umhverfisvernd. Viðurinn í leikföngunum er úr sjálfbærum skógum. Leikföngin eru lituð með eiturefnalausri málningu og fær því viðurinn að njóta sín vel í gegn. Liturinn getur orðið daufari við snertingu munnvatns en það þar sem málningin er skaðlaus er það öruggt fyrir börnin. Hvert einasta leikfang er einstakt þar sem þau eru handmáluð.
Grapat hefur unnið að því að vera með plastlausar umbúðir út frá umhverfissjónarmiðum og hefur þeim tekist það síðan 2019. Leikföngin koma fallega innpökkuð í pappaöskjum.