Jarðtengjandi - róandi - uppörvandi
Patchouli ilmkjarnaolían er bólgueyðandi, bakteríudrepandi, upplífgandi, sótthreinsandi, kynörvandi, samandragandi, sveppadrepandi, róandi og skordýrafæla. Olían er jarðtengjandi, kemur jafnvægi á tilfinningar og er uppörvandi. Hún er góð við kvíða og þunglyndi. Hún er mjög góð á sár og skordýrabit. Góð fyrir þurra og sprungna húð sem klæjar í og er viðkvæm. Hún er líka góð á feita og bólótta húð og í raun á hvaða húðgerð sem er. Hún er líka góð fyrir appelsínuhúð og á slit. Ein af fáum olíum sem verða bara betri með aldrinum.
Hana má nota í nuddolíu, í gufu, í baðið, í heimilisþrifin og í þvottinn svo fátt eitt sé nefnt.
Olíunni má blanda í sápur, hársápur, aðrar olíur eða krem til að fá frískandi ilminn. Athugið að ilmkjarnaolíur eru ekki bornar beint á húð heldur er þeim blandað saman við aðrar hlutlausar olíur eða krem í litlu magni.
Innihald 10 ml.
Olían kemur í lítilli glerflösku með dropaskammtara og tappa úr harðplasti.