Hársápustykki með rhassoul leir og rósmarín

Hársápustykki með rhassoul leir og rósmarín

Hársápustykki með rhassoul leir og rósmarín

Verð 2.290 kr
/
  • Frítt á pósthús/póstbox/Dropp afhendingarstað ef verslað er fyrir yfir 15.000kr
  • Umhverfisvænar og vandaðar vörur
  • Á lager
  • Vara á leiðinni
með VSK Sendingarkostnaður reiknast í greiðsluferli

Hársápan er fyrir hár, andlit, hendur og líkama. Öldum saman hefur rhassoul leir verið notaður fyrir hár og húð. Hann er unninn úr námum í Atlas fjöllum í Norður Afríku. Leirinn er mjög ríkur af steinefnum eins og kísil, járni, magnesíum, kalíum, natríum, litíum og snefilefnum.

Frábær til að hreinsa og gera hárið loftmeira. Hentar fyrir allar tegundir af hári / húð, sérstaklega viðkvæmt, þurrt hár / húð og kláða eða bara þar sem þörf er á djúpri hreinsun. Frábær fyrir hár sem þarf smá lyftingu.

Helstu innihaldsefni
RHASSOUL LEIR - sem hjálpar við að hreinsa dauðar húðfrumur og fjarlægja flösu. Sapónín innihald í rhassoul leir gerir hann frábært innihaldsefni í hársápu/sjampó. Saponín eru náttúruleg hreinsiefni sem finnast í ákveðnu plöntuefni sem freyðir þegar blandað er við vatn. Rhassoul leir hreinsar gerir hárið silkimjúkt, glansandi og viðráðanlegt!

ROSEMARY - Rósmarín hefur verið notað um aldir til að örva hárvöxt og seinka gráum hárum. Rósmarín olía vinnur gegn hárlosi með því að örva blóðrásina í hársvörðinum, sem síðan stuðlar að heilbrigðum hárvexti. Mikið næringargildi og bólgueyðandi eiginleikar gera rósmarín að frábæru efni til að næra hársekkina og róa hársvörðinn.

Notkunarleiðbeiningar:
Bleytið sápustykkir og látið freyða í höndunum, setjið í hárið og nuddið vel. Skolið. Gott er að nota Jurta hárhreinsi næringuna til að fá frábært, loftmikið og glansandi hár og til að skola úr alla sápu.

Leyfið sápustykkinu að þorna á milli þess sem það er notað. Best að geyma á sápudisk sem liggur ekki í vatni, þe. vatnið lekur í gegn og loft kemst að sápunni.

INNIHALDSEFNI:
Lífræn cocos nucifera (kókoshnetu) olía,
Lífræn olea europaea (ólífu) olía,
Lífræn prunus dulcis (möndlu) olía,
Lífræn butyrospermum parkii (shea) smjör,
Lífræn prunus armeniaca (apríkósu kernel) olía,
sodium hydroxide*,
Lífræn sapindus mukurossi (sápuskeljar) þykkni,
Lífræn cocos nucifera (kókoshnetu) þykkni,
moroccan lava leir (rhassoul),
rosmarinus officinalis (rósmarín) lauf,
lavandula angustifolia (lavender) olía,
rosmarinus officinalis (rósmarín) laufolía,
thuja orientalis (cedarwood) laufolía,
cupressus sempervirens (cypress) olía,
linalool**, limonene**, geraniol**.

*Sodíum hydroxíð er notað í sápugerðinni sjálfri en ekkert verður eftir af því í       sápunni.
**Náttúruleg innihaldsefni ilmkjarnaolía

Þyngd 90 gr. 

This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.

LEAF MAGNIFIER
2.690 kr
Nýlega skoðað