Útbrot eftir svitalyktareyði?

Ef þú hefur fengið útbrot eftir svitalyktareyði þá geta verið ýmsar ástæður þar að baki, en oft getur það verið sódi (bicarb) eða/og ilmkjarnaolíur. Þetta er eitthvað sem eigandi Awake Organics, hún Melissa, hefur skoðað sérstaklega í þróun sinni á náttúrulegum svitalyktareyðum. 

Sódi / Matarsódi (Sodium Bicarbonate) er mjög áhrifaríkur fyrir fyrir svitalykt. Þetta eru náttúruleg sölt sem eru með bakteríueyðandi eiginleikum. Þar sem sódi er basískur getur það haft áhrif á sýrustig (pH gildi) húðarinnar þegar maður svitnar mikið, sérstaklega ef að náttúruleg sýrustig húðarinnar er mjög súrt eða ef húðbakteríur hafa raskast (t.d. eftir sýklalyfjatöku).

Af reynslu Melissu eru um 10% af fólki sem þolir ekki sóda af þessum ástæðum. 

Útbrot og erting undir handakrikum

Viðbrögð við sóda koma yfirleitt fram sem rauðir blettir og mögulega vægur kláði. Húðin getur stundum orðið viðkvæmari beint eftir rakstur eða í heitu veðri. Eftir rakstur myndast oft örsmáir skurðir í húðinni sem gerir það að verkum að allt sem maður setur á húðina í kjölfarið, sérstaklega sölt) gæti ert hana. Heitt veður eykur einnig svitamyndum og rakinn, núningurinn og breyting á pH gildi líkamans getur orðið mjög óþægilegt.

Það er mikilvægt að hafa í huga að sódi er ekki alltaf orsökin þegar kemur að húðviðbrögðum við svitalyktareyðum. Húðin getur sýnt svipuð viðbrögð við ilmvötnum (parfum), ilmkjarnaolíum eða jafnvel kókosolíu. Það eru líka stundum læknisfræðilegar útskýringar á útbrotum eða mislit í húð undir höndum. Einn vinsælasti og mest verðlaunaði svitalyktaeyðirinn frá Awake Organics inniheldur sóda og fjöldi fólks kaupir hann aftur og aftur.

En, þú þarft ekki að pína þig til að geta notað náttúrulegan svitalyktareyði og það er auðvitað hægt að velja þá með og án sóda. En ef þú vilt halda áfram að nota svitalyktareyðinn með sóda, þar sem þeir virka oft best við svitalykt, þá eru hér ráð ti að endurstylla pH gildi húðarinnar:

Endurstilla pH gildi vegna kláða

Blandaðu 1 hluta af eplaediki á móti 10 hlutum af vatni og settu á svæðið undir höndunum. Gerðu þetta 2-3 á dag þangað til húðin hefur jafnað sig. Ef að sýrustigið (pH) er vandamálið þá ættir þú að finna mjög fljótt mun og getur farið að nota svitalyktareyðinn aftur þegar húðin er orðin góð. Þú gætir þurft að endurtaka þetta ef þú ferð á sýklalyf, gerir miklar breytingar í mataræði eða eitthvað annað breytist sem hefur áhrif á sýrustig húðarinnar.

ATH - ef húðin er mjög aum og viðkvæm er mjög gott að róa hana fyrst með aloe vera geli eða kókosolíu (ef þú þolir hana) og í kjölfarið að nota edikið til að endurstilla sýrustigið. 

Ef þú veist ekki orsökina - útilokunaraðferðin

Það á auðvitað alltaf að hætta að nota vörur sem láta þig fá einhverskonar húðviðbrögð, ná húðinni aftur í jafnvægi og nota svo útilokunaraðferð til að sjá hvað gæti hafa orsakað viðbrögðin. Gott er að prófa til dæmis að nota náttúrlegan svitalyktareyði án sóda og lyktarlausan ef þú þolir það að þá eru það allavegana ekki grunn innihaldsefnin sem eru að angra þig, en gæti þá mögulega verið sódinn eða ilmefnin. Ef þessi lyktar og sódalausi ertir ekki húðina en nær samt ekki að stöðva svitalyktina þá gætir þú prófað svitalyktareyði sem er án sóda en inniheldur náttúrulegar ilmkjarnaolíur. Ef þú þolir það, þá er líklegasta skýringin að sódinn er að angra þig, en ef þú þolir það ekki þá er svarið væntanlega ilmkjarnaolíurnar.

Fólk um allan heim eru í meira mæli að forðast ál, paraben og önnur umdeild innihaldsefni og eru að skipta yfir í náttúrulegan svitalyktareyði. Við mælum heilshugar með úrvalinu frá Awake Organics, þar ættu flestir að geta fundið eitthvað sem hentar.

Fyrirvari: Lífstílsþættir, meðganga, notkun sýklalyfja o.fl. getur haft áhrif á hvernig húðin þín bregst við húðvörum. Tilgangur þessarar færslu er að veita almennar upplýsingar, úrræði, skapa umræðu og deila eigin reynslu. Efnið sem við deilum hér er ekki hugsað sem læknisráðgjöf og ef þú ert í vafa með húðvandamál þá mælum við auðvitað með að leita til viðeigandi læknis.