Það er svo gott að knúsa og kúra með mjúku Dinkum dúkkunum! Börnin geta klætt þær og breytt um hárstíl, ásamt því að fætur, hendur og haus er hreyfanlegt. Þær koma klæddar í samfellu með axlaböndum, sokkum, með taubleiju og skóm.
Það skemmtilega við Dinkum dúkkurnar er að þær koma í mismunandi útliti og börnin geta valið draumadúkkuna sína!
Einstaklega vandaðar bómullardúkkur með ísaumuðum smáatriðum. Hluti af sölu Dinkum Dolls er notað til styrktar "Save the Children" sjóðnum.