VOXNA WP Kuldaskórinn frá KAVAT
Voxna kuldaskórinn var fyrsti kuldaskórinn sem við fluttum inn frá Kavat fyrir 6 árum síðan þegar vegferð Ethic hófst, sem er nú partur af EKOhúsinu. Við fengum eingöngu jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum okkar sem keyptu Voxna handa börnum sínum. Eina sem fólk setti út á var að stærðirnar voru heldur litlar og því mælum við með að fólk skoði stærðartöfluna vel og mæli fótinn á barninu og taki skóinn 1,5-2 cm stærri en fóturinn.
Við höfum átt mikið af fasta viðskiptavinum í gegnum árin sem kaupa nýtt par af Voxna ár eftir ár því þessi kuldaskór uppfyllir allar þær kröfur sem við gerum fyrir góða kuldaskó fyrir börnin okkar og þau vilja ekki sjá neitt annað. Það segir allt sem segja þarf um Voxna að ánægðir viðskiptavinir okkar koma aftur og versla nýtt par og er það bestu meðmælin sem við getum fengið þegar viðskiptavinir okkar eru ánægðir með vöruna frá okkur og sækjast í hana áfram.
Hvað er svona frábært við Voxna kuldaskóinn frá Kavat?
- 100% vatnsheldur þar sem þeir eru framleiddir með niðurbrjótanlegri innri himnu og innsigldum saumum sem gerir skóinn alveg vatnsheldann.
- Framleiddur að hluta til úr endurunnum efnum
- Fleecefóðraðir og með fleeceinnlegg sem heldur fótunum hlýjum og hægt að taka innlegg úr skónum.
- Ytri sóli er framleiddur út náttúrulegu gúmmíi sem gefur gott grip og hálkuvörn.
- Mjúkir,léttir og liprir sem gerir börnum auðvelt að klæða sig í þau sjálf.
- Án fluorcarbons.
- Það má setja skóna í þvottavél við 30 gráður, mælum með að taka innleggið úr upp á að vera fljótari að þorna.
- Endingagóðir og slitsterkir kuldaskór og yngri systkini geta notið góðs af skónum áfram eða hægt að setja þá aftur út í hringrásarhagkerfið.