Rósmarín sjampó sem eykur hárvöxt
Þessa dagana eru allir að tala um rósmarín og töfrandi áhrif þess fyrir hárið!
Rósmarín er ekki bara gott til að bragðbæta mat heldur hefur jurtin hjálpað til við margt annað eins og að minnka verki, fæla frá skordýr, sagt hjálpa til við að minnka streitu, bólgur, auka blóðflæði og sumir vilja meina að það hjálpi til við að örva minnið og einbeitingu.
Við höfum einstaklega góða reynslu af rósmarín olíunni í vinsæla sjampóinu okkar frá Awake Organics en það hefur sýnt sig að það hefur jákvæð áhrif á hárvöxt, hárlos og almennt heilbrigði hársvarðarins.
Hársápan er í duftformi og virkjast þegar vatn er notað með því, breytist úr dufti í sjampó sem freyðir vel og hreinsar hársvörðinn án þess að þurrka hann. Hentar vel fyrir allar hárgerðir og hefur sýnt einstaklega góðan árangur fyrir þá sem eru með þunnt hár eða mikið hárlos. Hárið verður ótrúlega hreint og loftmikið, viðskiptavinir okkar hafa sagt okkur að þeim finnist þeir geta þvegið hárið sjaldnar eftir að hafa byrjað að nota þetta sjampó.
Hér eru frekari upplýsingar um þau dásamlegu innihaldsefni sem eru í sjampóinu:
Rósmarín olía er öflug og mikið notuð við Miðjarðarhaf til að þykkja hár. Rósmarín ilmkjarnaolía eykur blóðflæði sem gerir það að verkum að blóðflæðið eykst til hársekkjanna, styrkir þá og hárið losnar síður. Rósmarín er einnig bakteríudrepandi og bólgueyðandi og dregur þannig úr kláða og og þurrum hársverði.
Náttúrulegt koffín úr Guarana fræjum. Guarana inniheldur 4 sinnum meira koffín en kaffibaunir. Koffín eykur blóðflæði í hársverði og til hársekkja sem minnkar hárlos og stuðlar að vexti hársins.
Kókosmjólk inniheldur laurínsýru, prótein og vítamín E, B1, B3, B5 og B6. Hún er náttúruleg hárnæring sem nærir, mýkir og styrkir hárið, er mjög mild fyrir hársvörðinn.
Hvernig notar maður duftsjampó?
Settu lítið af duftinu í lófann (ca 1/2 tsk) og 3-5 dropa af vatni og blandaðu saman (
Það má nota sjampóið eins oft og maður notar sjampó venjulega.