Þessar öflugu baðbombur eru gerðar af ástríðu úr íslensku byggi og krækiberum. Þær koma ró á huga og líkama. Koma þrjár saman í taupoka.
Fyrirtækið Verandi endurvinnur hágæða hráefni úr íslenskum matvælaiðnaði og landbúnaði sem annars færi til spillis
Af hverju baðbombur frá Verandi?
– Verandi byggir á hringrásarhagkerfinu í sinni framleiðslu þ.e. að endurnota, gera við, endurnýja og endurvinna. Hugað er að umhverfinu á öllum stigum framleiðslunnar.
– Í framleiðsluna er nýtt bygg og krækiber sem annars hefði líklega verið hent
– Innlend framleiðsla
Efni, umbúðir og framleiðsla
– Innihaldsefni: Sodium Bicarbonate, Citric Acid, Recycled Hordeum Vulgare (Reycled Organic Barley), Recycled Empetrum Nigrum (Recycled Organic Crowberry), Brassica Campestris (Rapeseed oil), Fragrance (Parfum)
– Byggið sem notað er í framleiðsluna, kallast bygg-ryk, hráefni sem verður eftir við framleiðslu á byggi.
– Krækiberin koma frá bænum Völlum þar sem búskapurinn er lífrænn. Krækiberin eru endurunnin því þau eru afgangar sem falla til vegna framleiðslu á krækiberjasultu.
– Án PEG, parabena, súlfata og litarefna
– Varan er ekki prófuð á dýrum
– Umbúðir eru taupoki
– Framleitt á Íslandi
Notkun og umhirða
– Setjið eina kúlu í heitt baðið. Komið ykkur fyrir, slakið á og njótið.
– Skolið líkamann og baðkarið vel.