Handáburður án ilms

Handáburður án ilms
Verð2.690 kr
2.690 kr
/
- Frítt á pósthús/póstbox ef verslað er fyrir yfir 10.000kr
- Umhverfisvænar og vandaðar vörur
- Á lager
Handáburður gerður úr hreinum, lífrænum og náttúrulegum hráefnum. Mýkir, nærir og róar húðina. Án ilmkjarnaolía.
Kremið er hreint og má nota á hvaða svæði líkamans sem er.
Nuddið á þurra húð. Ef um þurrkuexem er að ræða er einnig gott að nota sápustykki úr náttúrulegum og nærandi olíum.
Gott ráð fyrir mani- & pedicure heima í stofu:
Settu ca 1 tsk af kreminu í skál ásamt volgu vatni. Leyfðu höndunum/fótunum að vera í vatninu í 10-15 mín (má vera lengur). Klappaðu létt yfir með handklæði til að þurrka og ýttu varlega naglaböndunum aftur.
Prófaðu að setja salt eða sykur út í skálina ásamt kreminu og volgu vatni. Þá ertu komin með flottan skrúbb til að skrúbba af dauðar húðfrumur.
Magn: 60 ml
Umbúðir: Glerkrukka og endurvinnanlegt plastlok.
Innihaldsefni:
Butyrospermum parkii (shea butter), Helianthus annuus (sunflower) seed oil, Cera alba (beeswax), Simmondsia chinensis (jojoba) seed oil, Calendula officinalis (Marigold) flower extract.
Skráðu þig á póstlistann og fáðu fréttir af nýjum vörum, tilboðum o.fl