6 gæðaburstar, fallegir og góðir í notkun. Þeir eru vegan og umhverfisvænir og unnir úr hráefnum sem náttúran býður okkur upp á.
Handfangið er úr sjálfbærum bambus. Hárin eru úr mjúkum Taklon trefjum sem eru mikið notaðar í förðunarbursta í stað dýrahára. Hárin tengjast handfanginu í endurunnum kopar.
Burstarnir koma í poka sem unninn er úr hampi. Hamppokinn er endurvinnanlegur, endurnýtanlegur og 100% niðurbrjótanlegur. Heldur bakteríum í skefjum á náttúrulegan hátt. Hampurinn hefur ekki verið úðaður með áburði eða skordýraeitri.
Við mælum einnig með...
Meira frá Allar vörur
Nýlega skoðað