Gjafasettið inniheldur handgerð baðsölt með villtum íslenskum hráefnum sem afeitra, slaka og fríska upp á húðina.
Þessi baðsalts þrenna inniheldur baðsaltsblöndur sem eru afeitrandi, slakandi og frískandi fyrir líkama og sál.
ÞETTA SETT INNIHELDUR:
Þara Baðsalt / 100gr
Djúphreinsandi og nærandi blanda af steinefnaríku sjávarsalti, handtíndum þara ásamt afslappandi ilmkjarnaolíum úr lofnaðarblómum og blágresi. Blandan hreinsar, gefur raka og skilur húðina eftir mjúka og ferska
Birki Baðsalt / 100gr
Frískandi og orkugefandi blanda af steinefnaríku sjávarsalti, íslenskum birkilaufum ásamt upplífgandi ilmkjarnaolíum úr bergamíu og piparmyntu. Njótið upplifunar sem mun hreinsa húðina og endurnýja líkamann
Blóðbergs Baðsalt / 100gr
Slakandi og streitulosandi blanda af steinefnaríku sjávarsalti, íslensku blóðbergi ásamt róandi ilmkjarnaolíum úr garðablóðbergi og einiberjum. Njótið upplifunar sem mun draga úr streitu og koma jafnvægi á líkama og sál.